30 maj 2007

Wanted: Ben & Jerry

Baby, I'm back! Það er búið að vera fullt að gera eins og Hafrún lét Lilju vita í kommentunum, Thelma er annað hvort á fullu að pirra okkur eða gjarnan Nanoq, eða þá sofandi einhversstaðar í fanginu á mér og ég verð bara að sitja kyrr, thank you verry much. En þetta er bara gaman. Síðan var skólinn að klárast núna þannig að það er búið að vera mikið að gera í því líka... En nú er þetta allt að koma.

Hafrún og Palli fóru heim fyrir sirkabout viku síðan eftir aaaallt of stutta helgi í heimsókn. En það var æðislegt að fá ykkur. Þau fengu bara frábært veður eila alla daga, og svo sáum við Jan á hjóli á laugardagskvöldinu! Hehe.

Einar vildi fá mynd af Thelmu og eldspýtustokk till að sjá hvað hún er "stór"... So, here ya go! Gott að naga hann greinilega

Greyið varð bitin af djöflahundi sem býr hérna í húsinu, ég ætlaði að verða brjáluð!! Hann er bara ekki í lagi, fullorðinn hundur að ráðast á pínulitlann hvolp. Mig langaði bara að hringja í lögregluna og láta taka hundinn en ég róaði mig aðeins. Ég held að hún Thelma se bara búin að gleyma þessu núna, en hún var alveg skíthrædd við allt og alla fyrst! Núna er hún bara hrædd við fólk, aftur. What to do, what to do...

Nú er bara að vona að sumarveðrið fari að mæta aftur, núna er bara alveg eins og það sé komið haust. Pirrandi, en þetta er þó ekki snjókoma eins og kom víst fyrir vestan um daginn, muhaha! Ææ þetta er ágætt.

Rétt rúmir tveir mánuðir síðan elsku pabbi skildi við þennan heim... Og ég er ennþá að reikna með að hann komi bara heim bráðum, að hann sé hjá mömmu þegar ég fer í heimsókn eða komi heim úr löngu ferðalagi... Þetta er ótrúlegt og ég á sennilega aldrei eftir að fatta þetta alveg.. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert pabbi minn.

02 maj 2007

i'm learning to fly

Jæja. Time for an update.


Það er ekkert að ske. Alveg satt. Eiginlega bara allt of lítið. Eða well.. Erik var að ná í bátinn sinn um helgina. Þetta verður alveg æðislegt. Han fer á ca 30-35 km hraða og ég keypti fyrir hann svona hring sem maður hengir aftaná til að sitja í á fleygiferð. D'ya know what I mean? No? Þið verðið þá bara að koma og kíkja á þetta allt saman!


Tíu dagar í hund - ííík hvað maður getur verið stressaður! Ég vil náttla gera þetta allt rétt, er búin að lesa hundrað hundabækur og svipað af hundablöðum þannig að þetta ætti að reddast. Ég fékk alla vega að vita í gær að það verði þessi
litla dúlla sem kemur með okkur heim 12 maí. Hún er víst svakalega ákveðin og svolítið frek, alveg eins og mamma sín! Haha!
Aumingja Erik. Tvær frekar stelpur í tveggja herbergja íbúð.



Hafrún: alveg æðislegt að þið séuð loksins að mæta í heimsókn! :) Við erum búin að bíða svo lengi, hehe. Þetta verður gaman. Og þá fáið þið auðvitað að hitta litla krílið. Eða litlu krílin, þau eru þá orðin þrjú! Ætlið þið ekki að kíkja aðeins á Köben líka , eða hvernig ætlið þið að hafa þetta?

Allt of mikið að gera í skólanum eins og venjulega en þetta fer að verða búið.. Sirkabout þrjár vikur eftir, wiihaa. Síðan er ég a free woman! Eða.. well.. Frá skólanum, anyway. Frikkin fine.

Við Erik pimpuðum bílinn hennar mömmu í dag, þvoðum hann að innan og utan og... Well... That's about it. Hann er allavega freakishly hreinn núna og ég held að Nanoq verði bara settur í plastpoka það sem eftir er.