01 november 2007

November 2 2007

Fyrst ég var nú svo dugleg að skrifa mail í frænkuátakið, þá held ég íslenskunni bara aðeins áfram.

First: Hildur, ég er búin að búa til myndasíðu með baaraa myndum af Thelmu, all for you! Here ya go!

Fékk fréttir um sjálfa mig um daginn, not so good, bara "sjúkdómur" sem gerir að ég þurfi að éta pillur það sem eftir er af ævinni. Ekkert hættulegt, núna, en gæti orðið ef ég fengi ekki meðal. Þetta útskýrir alla vega af hverju ég hef verið þreytt, erfið og ekki getað einbeitt mér síðastliðna mánuði, og líka af hverju ég hef FITNAÐ svona! Haha, Tinna, ég gæti SKO sýnt þér bumbumyndir! Mínus barn innaní sko. Alveg ótrúlegt. Jæja þetta ætti þó að fara að lagast núna!

What's new. Auður, Ársæll og Alexander Hrafn voru hér í heimsókn fyrir tvem vikum. Var það mjög gaman að fá þau í heimsókn, og Alexander var alveg eins og þegar ég sá hann síðast (nóvember í fyrra) nema hvað hann var orðinn stærri og farinn að labba. Sami svipurinn á drengnum! Krútt. Mamma var svo sett í að passa á laugardagskvöldið því þá var ætlunin að djamma og ætlaði ég SKO að taka með mér Auði í fallið... Ég skemmti mér alveg konunglega og vona bara að þau hafi gert það líka.

Næst í heimsókn verður Lilja og það verður frábært. Það verður sennilega lítið djammað þó, hún verður bara hérna í miðri viku. En ég verð nú einhvern daginn að reyna að plata hana líka, lauma í hana bjór og nammi og snakk og læsa hana inni í herbergi svo hún komist ekki í göngutúr eða rækt. Verð eiginlega að reyna að redda því alla dagana. Any ideas? Lilja, ég veit ég var búin að lofa þér að finna leikskóla hérna í bænum sem við gætum heimsótt, en hvað meir? Á ég að tala við þá líka? Því ég er sko alls ekki búin að því. En það ætti að reddast ef svo er.