02 februari 2007

Back

Vá. Ég ætla að hætta að tuða í Lilju (well, hef gert það tvisvar held ég) um að hún bloggi of sjaldan. Ég skil þig núna! Maður bara nennir ekki alltaf þó ég hafi oft nóg að skrifa. Best að reyna að skrifa þetta bara á íslensku, tveir íslendingar búnir að kommenta þannig að það þýðir ekkert að vera að nota sænskuna :)

Mamma farin til Arnars og Rebecku í Uppsala, mér fanns bara gott hjá henni og Nanoq að drífa sig. Við Erik bara ein eftir! Hann er annars að spila eitthvað asnalegt ;) tölvuspil með vini sínum Stefan inni í herbergi þannig að ég er alveg ein og yfirgefin, bara CSI í sjónvarpinu sem bjargar mér. Það er svosem ágætt.

Ég og Veronica vinkona mín erum búnar að ákveða okkur að fara bara að PUMPA! Það verður bara að koma í ljós hvort það verði eitthvað almennilegt úr því.

Jæja. Ég skrifa sennilega margt alveg úti í hött þegar ég skrifa á íslendsku en það verður bara að hafa það. Þið skiljið mig nú samt, right?



28 janúar voru svo 6 mánuðir síðan að pabbi dó... Sakna honum svo ótrúlega og er eiginlega bara alltaf að bíða eftir að hann komi heim.. Er bara ekkert farin að fatta þetta ennþá...