30 mars 2008

Páskar and more

Nú er ég komin "heim" til Uppsala eftir rúma viku heima hjá mömmu. Það var frábært að komast í smá frí eftir þennan h-vítis kúrs (hef ekki hugmynd um hvað það heitir á íslensku, deal with it) sem var að klárast. Bara rétt vona að prófið hafi gengið vel svo ég þurfi ekki að hugsa um þetta oftar.

Páskarnir voru frábærir þó það hafi ekki verið haldið upp á þá neitt spes. Við Erik vorum á Kent-tónleikum á laugardeginum í Malmö og það var alveg viðbjóðslega frábært! Það er eiginleka ekki hægt að lýsa því öðruvísi... Bara geggjað. You should see 'em. In swedish.




Annars er allt bara búið að vera rólegt, eða, well, Thelma greyið var með magapest hálfa tímann sem ég var heima og ein nóttin fór í að hreinsa upp gubbið eftir hana á fimm mínútna fresti. Og ekki var gærdagurinn betri því við Erik fórum á djamm, og well... Erik fór VIRKILEGA á djamm og lét sko vita af því á gólfmottuna í leigubílnum og á svefnherbergisgólfið. Eftir þessa viku get ég alla vega sagt að ég er alveg ready að verða bæði mamma og hjúkka, piece of cake eftir þessa fínu æfingu.



1 kommentar:

Anonym sa...

hæ gaman að lesa frá þér aftur LOKSINS. Á ekki að vera með í keppni nr. 3?? tvöfaldir möguleikar á að potturinn fari til Sweeden.
Knús í krús
kv. Lilja