02 februari 2007

Back

Vá. Ég ætla að hætta að tuða í Lilju (well, hef gert það tvisvar held ég) um að hún bloggi of sjaldan. Ég skil þig núna! Maður bara nennir ekki alltaf þó ég hafi oft nóg að skrifa. Best að reyna að skrifa þetta bara á íslensku, tveir íslendingar búnir að kommenta þannig að það þýðir ekkert að vera að nota sænskuna :)

Mamma farin til Arnars og Rebecku í Uppsala, mér fanns bara gott hjá henni og Nanoq að drífa sig. Við Erik bara ein eftir! Hann er annars að spila eitthvað asnalegt ;) tölvuspil með vini sínum Stefan inni í herbergi þannig að ég er alveg ein og yfirgefin, bara CSI í sjónvarpinu sem bjargar mér. Það er svosem ágætt.

Ég og Veronica vinkona mín erum búnar að ákveða okkur að fara bara að PUMPA! Það verður bara að koma í ljós hvort það verði eitthvað almennilegt úr því.

Jæja. Ég skrifa sennilega margt alveg úti í hött þegar ég skrifa á íslendsku en það verður bara að hafa það. Þið skiljið mig nú samt, right?



28 janúar voru svo 6 mánuðir síðan að pabbi dó... Sakna honum svo ótrúlega og er eiginlega bara alltaf að bíða eftir að hann komi heim.. Er bara ekkert farin að fatta þetta ennþá...



4 kommentarer:

Tinna sa...

Hæ hæ og takk fyrir kommentið á síðuna mína :)samhryggist þér elskan :/
Það er orðið nokkuð langt síðan að ég hef heyrt í þér...ég er með strák sem heitir Kristján og erum við búin að vera saman í 7 ár...og keyptum okkur íbúð fyrir 5 árum...og auðvitað er það í þorpinu hehe...Klárði stúdentinn í fyrra vor og er svo bara að vinna í Akinn (sem er sjoppan um leið og þú kemur inn í Akureyri)

segji þetta gott í kvöld...bið að heilsa þér og þínum..hafðu það gott :)

Lilja pilja sa...

Hæ skvís
Já það er sko akkúrat málið að maður hefur oft nóg að skrifa en að koma því á bloggið er annað og stærra vandamál. Flott hjá þér að skrifa á okkar ástkæru ylhýru íslensku, ég skil hana svo miklu betur en sænskuna.

Well hafðu það gott

(Þetta átti sko að koma hér en ekki fyrir neðan)

Addi sa...

Hey Sweetie.
Sárt að heyra með pabba þinn :,(
Ég fatta núna af hverju nördasamtalið okkar endaði á því að ég yrði ekki Rokkstjarna :/
Farðu að kíkja til íslands. We miss you, love you and need you to visit!

Lilja pilja sa...

Nú er nóg komið. Ég vil fá nýja færslu og það strax. Meira að segja ég er duglegri og þá er nú mikið sagt.