Nope ég er ekki hætt að blogga. Ég er bara alveg ótrúlega löt við að skrifa á íslensku. Mér finnst allt verða vitlaust, í klessu og kássu þannig að ég gefst bara upp við það.
Síðan er svo eila ekkert spes búið að vera að ske. Var að koma heim frá smá "fríi" í Halmstad sem er stutt frá Gautaborg. Það var nú reyndar ekki mikið frí í því, mamma hans Eriks var með, Erik varð veikur og mamma hans varð nú bara eins og grínmynd útaf því. Alltaf að hlaupa til hans með hitamælir og láta hann vita hvað hann átti bágt. Ég var að verða viiitlaus þegar hún var svo farin að skipa mér til fyrst að Erik með smá hita og hósta gat náttla gert nákvæmlega ekki neitt. Gaaaaahhhh aaargh! Smessaði á mömmu og tuðaði aðeins. Og nú er ég að tuða í ykkur. Well þetta fór hryllilega í pirrurnar á mér.
Og nú er ég orðin veik, hehe. Er með hálsbólgu og 39 stiga hita. Gisti hjá mömmu þessa dagana, en ekki svo að hún geti vorkennt mér, nú bara af því að það er svo mikið þægilegra að vera hérna uppá hundalíf and such. Og við Erik hóstandi í kór í 120 cm rúmi á nóttini væri bara hrein martröð.
Thelma er orðin risi miðað við þegar ég fékk hana, hún er svona 4 kg núna. En alveg svaaakalega mikill hundur í henni samt! Hún Á Nanoq greyið alveg, ef hann ætlar að naga bein þá kemur hún bara labbandi og tekur það frá honum eins og ekkert sé. Hann geltir á hana stundum þegar hún verður aðeins of erfið, en hún lætur ekkert hræða sig svo létt. Verri var það með Arnar, hann var hérna um helgina og tók hana í gegn um leið og hún reyndi að bíta hann - og eftir það lagðist hún bara á bakið um leið og hann leit á hana liggur við, haha. Arnar fór alveg i kássu, hann hélt hann hefði verið allt of harður við hana. Well hún þarf að læra þetta einhverntímann.
Á laugardaginn sem var var svo heilt ár liðið síðan að hann elsku pabbi minn dó úr krabba. Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn er stundum fljótur að líða en samt svo ótrúlega lengi. Suma daga finns mér eins og þetta hafi allt skeð bara fyrir nokkrum vikum, en aðra (eða eiginlega alla) daga finns mér vera liðinn allt of langur tími síðan ég fékk að hitta pabba minn. Og þar ER liðinn allt of langur tími en hann verður bara lengri og lengri og það er ótrúlega sárt að hugsa um það. Ég reyni oftast, sem er sennilega ekki nógu gott, að hugsa bara ekkert um það. Og mér finnst eins og ég eigi aldrei eftir að fatta þetta almennilega. Það er oft þegar ég hef til dæmis frétt eitthvað sem ég veit ég myndi ræða mikið um við pabba, sem ég hugsa að "þessu verð ég að segja pabba" en fatta þá að ég get það ekki og hugsa þá í staðinn að ég þurfi bara að hringja í hann til að geta sagt honum það. Ég næ að hugsa allt þetta áður en ég næ því að ég fái bara ekkert að tala við hann um þennan hlut.
Pabbi, ég elska þig og sakna þín to the moon and back.
Minningarlundurinn þar sem að pabbi er grafinn
Well, what else....
Ég er komin í sumarfrí/orðin atvinnulaus núna. Er á biðlista í skóla í Uppsölum, en kemst nú sennilega ekki inn núna í haust heldur reyni bara aftur í vor. Crossed fingers and all. Þannig að ég verð bara að fara að reyna að finna mér vinnu, thank you verry much! Pirrpirrpirringur. Ég vil vera fimm ára aftur. No worries in the world.
Arnar og Rebecka voru að koma heim frá Íslandi, þar sem þau voru búin að ná í tvö brúðkaup og hálfa sæluhelgi. Mar er nú bara svolítið abbó. En ég óska bara Adda & Ingunni og Auði & Ársæli til hamingju.
Jæja er þetta ekki bara komið nóg í bili? See ya in two months! Haha nei ég skal reyna að vera betri við að blogga... Ekki kommenta á hvað ég ér léleg í íslenskunni bara, þá hætti ég alveg! Happy comments plís!
3 kommentarer:
Bíddu nú við Hafrún mín, er Palli kominn með mótorhjólaskírteini?! Þú segir fréttir.
Loksins kemur eitthvað frá þér LilSys... Skrifa meira!!
Nú er mér farið að líka við þig aftur. Leiðinlegt að kíkja svona oft inn og engar fréttir. Keep up the good work.
Skicka en kommentar