30 mars 2008

Páskar and more

Nú er ég komin "heim" til Uppsala eftir rúma viku heima hjá mömmu. Það var frábært að komast í smá frí eftir þennan h-vítis kúrs (hef ekki hugmynd um hvað það heitir á íslensku, deal with it) sem var að klárast. Bara rétt vona að prófið hafi gengið vel svo ég þurfi ekki að hugsa um þetta oftar.

Páskarnir voru frábærir þó það hafi ekki verið haldið upp á þá neitt spes. Við Erik vorum á Kent-tónleikum á laugardeginum í Malmö og það var alveg viðbjóðslega frábært! Það er eiginleka ekki hægt að lýsa því öðruvísi... Bara geggjað. You should see 'em. In swedish.




Annars er allt bara búið að vera rólegt, eða, well, Thelma greyið var með magapest hálfa tímann sem ég var heima og ein nóttin fór í að hreinsa upp gubbið eftir hana á fimm mínútna fresti. Og ekki var gærdagurinn betri því við Erik fórum á djamm, og well... Erik fór VIRKILEGA á djamm og lét sko vita af því á gólfmottuna í leigubílnum og á svefnherbergisgólfið. Eftir þessa viku get ég alla vega sagt að ég er alveg ready að verða bæði mamma og hjúkka, piece of cake eftir þessa fínu æfingu.



16 mars 2008

Bah...

Íslendingar, prepare... She's ba-ack!
Oj bara.

14 mars 2008

Afmæli!



Ok langt síðan ég bloggaði, en hey ég held að þið séuð orðin svoldið vön by now. Anywho, litla yndið mitt er eins árs í dag! Gat ekki haldið upp á það með henni, en fer heim um páskana eftir tæpa viku og þá ætla ég að búa til handa henni tertu úr lifrakæfu og pylsum. Namminamm. Fór í kaffi til bróður hennar ídag, hann og eigandinn hennar eiga heima hérna í Uppsala. Þetta var allt voðalega hallærðislegt en bara gaman! Það voru tveir alveg eins hundar þarna og ekki minnkaði það söknuðinn eftir Thelmu.

Síðan ég skrifaði síðast er ég flutt alveg alein til Uppsala þar sem ég er farin að læra hjúkrun. Skemmtilegt nám og frábært fólk, en ég er ekki alveg að fíla mig þegar Erik og Thelma eru ekki hérna hjá mér. Þau koma þó í haust.

Var að frétta í dag að ég eigi að vitna í dómstól í 23 maí. Þetta útaf slagsmáli sem ég sá þegar ég átti heima í Örebro 2005. 2005!! Tvö og hálft ár síðan. Ég er ekki viss um að ég muni nóg til þess en maður verður víst að hlýða. Gaman gaman. Vona bara að fíflið fari svo ekki að leita af mér til að berja mig... Wooh!